Skip to main content
RSF

Fréttatilkynning frá Fiskmarkaði Íslands - Nýr framkvæmdastjóri

Skrifað Föstudaginn 23. september 2016, kl. 20:58

Fiskmarkaður Íslands hf hefur ráðið Aron Baldursson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Aron er fæddur og uppalinn á Rifi á Snæfellsnesi. Undanfarin 8 ár hefur Aron starfað sem sölu- og viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði hjá Skeljungi hf. Áður starfaði Aron sem stýrimaður á Rifsara SH70 sem er í eigu fjölskyldu hans.

Aron lauk BS.c gráðu í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík vorið 2013, einnig hefur hann lokið útvegsrekstrarfræði frá Tækniskólanum og 3-stigs skipstjórnarprófi frá Stýrimannskólanum í Reykjavík. Aron er í sambúð með Karitas Hrafns Elvarsdóttur og eiga þau einn son.

Páll Ingólfsson sem gengt hefur stöðunni í rúm átta ár lætur nú af störfum að eigin ósk en hann hefur verið viðloðandi félagið alveg frá stofnun þess þ.e. sem stjórnarformaður til ársins 2008 og framkvæmdastjóri frá 2008 til dagsins í dag.

Snæfellsbæ 22. september 2016
Guðmundur Smári Guðmundsson
formaður stjórnar