Skip to main content
RSF
Fréttir og tilkynningar
29.09.2022

Samkvæmt tilkynningu RSF þann 11.07.2022 var upplýst um niðurstöðu í dómsmáli sem RSF höfðaði gegn NRS vegna ólögmætrar eftirgerðar (kópíeringar) á uppboðskerfi RSF. Með dóminum var lagt bann við notkun NRS á kerfi sínu þar sem það væri allt að 98% eftirgerð (kópíering) á kerfi RSF en ekki sjálfstætt eða nýtt kerfi. Áfrýjunarfrestur til Landsréttar er liðinn og því er ljóst að dóminum verður ekki breytt heldur stendur hann óhaggaður og þar með lögbannið sem bannar NRS að halda uppboð í því kerfi RSF sem stolið var og kópíerað og ætlað til notkunar í samkeppni við RSF. Ljóst er að RSF telur samkeppni á öllum sviðum atvinnulífs af hinu góða en samkeppni þarf að verða sanngjörn og getur ekki byggst á því að menn taki eignir annara og nýti í starfsemi sinni og brjóti lög í þeim tilgangi að skapa sér stöðu á markaði.

27.09.2022

Föstudaginn síðastliðin tók RSF í notkun nýtt merki og útlit á heimasíðu sinni. Móttökurnar hafa verið góðar en betur má ef duga skal. Við hvetjum ykkur eindregið til að hafa samband við okkur í síma eða tölvupósti ef eitthvað má betur fara eða er ekki eins og það var. Við munum gera okkar besta að kippa því liðinn.

RSF tók þátt í sjávarútvegssýningunni í síðustu viku og tók á mót fjölmörgum kaupendum, seljendum og fiskmörkuðum. Takk fyrir komuna á básinn okkar.

20.09.2022

Nýtt merki RSF verður tekið í notkun frá og með föstudeginum 23.september næstkomandi, klukkan 16:00, ásamt nýju útliti á heimasíðunni RSF.is. Við horfum til framtíðar björtum augum. Nýtt og nútímavætt merki ásamt nýrri heimasíðu er bara byrjunin.

Hægt er að prófa nýja síðu RSF hér – hér eru raungögn, allar breytingar sem gerðar eru hér á aðgöngum verða á rsf.is líka. Prufu gæti verið óstabíl fram á föstudag vegna breytinga.

20.09.2022

RSF verður svo með bás á Sjávarútvegur/The Iceland Fishing Expo 2022 ráðstefnunni, sem hefst 21.september og stendur til föstudagsins 23.september. Við tökum vel á móti ykkur á básinn, sem staðsettur verður í B6.

Sjáumst í Laugardalshöll!

31.08.2022

Sunnudagsuppboðin byrja aftur næstkomandi sunnudag, 4.september 2022 og hefst það kl. 13:00.

Minnum á uppboðsdagatalið okkar hér.

30.08.2022

Gjaldskrárbreyting 1.september 2022.

Ágæti viðskiptavinur.
Frá og með 1.september hækka leigugjöld iTUB um 5%. Frá sama tíma hækka gjöld fyrir söfnun á körum innanlands og þvotti einnig um 5%.

Önnur gjöld, svo sem kg. gjald á fiskmörkuðum hækka líka um 5%. Nýtt gjald á fiskmörkuðum tekur hins vegar gildi frá og með 2.september.

Ef frekari upplýsinga er óskað, má hafa samband við skrifstofu iTUB í gegnum síma 839 1475 eða tölvupóstfangið itub@itub.is.